Spelt bananabrauð

4 vel þroskaðir bananar (litlir) 
2 bollar gróft spelt
1 egg
1 tsk vínsteins lyftiduft 
1 tsk matarsóti
Dass af AB mjólk
Dass af Agave sýrópi (bara frekar lítið, mun minna en af AB mjólkinni)
Val: (Hreinn kanill)

Þurrefnum blandað saman í skál, öllu öðru bætt útí. Sett í eitt mót sem er smurt með olíu. (Stráið smá hreinum kanil yfir mótið) og bakað við 180°C í 40-50 mín. 
 

Til þess að breyta brauðinu er hægt að bæta við einhverju af eftirfarandi: 

Kókos
Súkkulaðispænir
Kanill
Hreint prótein
Meira af agave sýrópi
Döðlur

Fræjum

Amerískar spelt pönnukökur
2-3 bollar gróft spelt
Hálf dós grjónagrautur (fæst tilbúin í bónus, mjög ódýrt) 
Dass af agave sýrópi (eftir smekk)
1-2 msk olía
Mjólk eða AB mjólk eftir þörfum
2 egg
1 kúfuð tsk matarsóti
1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft 
(Hreinn kanill ef vill) 


Öllu blandað saman í skál. Steikt á pönnu sem svona klattar eða litlar pönnukökur. Berist fram heitt. Mæli með að setja smá Agave sýróp útá.Til þess að breyta klöttunum er hægt að bæta við einhverju af eftirfarandi: 

Kókos
Súkkulaðispænir
Kanil
Hreinu próteini
Döðlum
Fræjum