Spelt bananabrauð

4 vel þroskaðir bananar (litlir) 
2 bollar gróft spelt
1 egg
1 tsk vínsteins lyftiduft 
1 tsk matarsóti
Dass af AB mjólk
Dass af Agave sýrópi (bara frekar lítið, mun minna en af AB mjólkinni)
Val: (Hreinn kanill)

Þurrefnum blandað saman í skál, öllu öðru bætt útí. Sett í eitt mót sem er smurt með olíu. (Stráið smá hreinum kanil yfir mótið) og bakað við 180°C í 40-50 mín. 
 

Til þess að breyta brauðinu er hægt að bæta við einhverju af eftirfarandi: 

Kókos
Súkkulaðispænir
Kanill
Hreint prótein
Meira af agave sýrópi
Döðlur

Fræjum

Amerískar spelt pönnukökur
2-3 bollar gróft spelt
Hálf dós grjónagrautur (fæst tilbúin í bónus, mjög ódýrt) 
Dass af agave sýrópi (eftir smekk)
1-2 msk olía
Mjólk eða AB mjólk eftir þörfum
2 egg
1 kúfuð tsk matarsóti
1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft 
(Hreinn kanill ef vill) 


Öllu blandað saman í skál. Steikt á pönnu sem svona klattar eða litlar pönnukökur. Berist fram heitt. Mæli með að setja smá Agave sýróp útá.



Til þess að breyta klöttunum er hægt að bæta við einhverju af eftirfarandi: 

Kókos
Súkkulaðispænir
Kanil
Hreinu próteini
Döðlum
Fræjum