Naan-brauð
Hér er alveg dásamleg og einföld uppskrift að Naan-brauði sem ég fann einhverntímann fyrir löngu og hvítlaukssmjör til að vera með þessu.
Mér finnst best að blanda deiginu saman með höndunum, það virðist virka best með þetta deig.
 
Naan-brauð:
4,5 dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 msk þurrger (eða ein lítil pakkning)
2 msk hrein jógúrt
1 msk sykur
1 dl volgt vatn
1msk matarolía
3 hvítlauksgeirar
ferskt kóríander
Salt, hvítlauksduft og paprikuduft eftir smekk
 
Aðferð:
1.       Setjið hveiti, lyftiduft, salt, sykur og krydd í skál og blandið vel saman
2.       Setjið matarolíuna og jógúrtið út í blönduna og hrærið vel saman.
3.       Skerið niður hvítlaukinn og kóríanderið í litla bita og bætið í blönduna.
4.       Leysið upp gerið í volga vatninu, blandið það með öllu hinu og hnoðið vel saman.
                        Ef blandan er of þurr, bætið þá aðeins meira vatni við.
                        Ef blandan er of blaut, bætið þá aðeins meira hveiti við.
6.       Setjið skálina með deiginu til hliðar og rakt viskustykki yfir. Geymið í 3-4 tíma.
7.       Hnoðið deigið aðeins aftur.
8.       Skiptið deiginu í 6 parta.
9.       Stillið ofninn á 190° og leyfið að hitna.
10.   Búið til litla bolta úr deig-pörtunum og fletjið þá út, en passið að fletja ekki of mikið.
11.   Setjið útflatta deigið á bökunarplötu og stingið inn í ofn í 10-15 mínútur, þar til að það fer að verða gullbrúnt.

Hvítlaukssmjör:
2 hvítlauksgeirar
2 msk smjör.

Á meðan naan-brauðið er í ofninum er gott að búa til hvítlaukssmjörið.
Skerið niður hvítlauksgeirana og setjið með smjörinu í pott og hitið upp að suðu, þá er það tilbúið. 

Þegar naan-brauðin eru tilbúin er gott að setja þau beint í skál með viskustykki yfir og látin standa í nokkrar mínútur og svo borin fram.
Hvítlaukssmjörið er gott að drjúpa yfir brauðið rétt áður en það er borðað.

Njótið! :)
 
I C U P