Mér persónulega finnst rosalega gaman að grilla og geri eins mikið af því og mögulegt er.
Hérna koma smá ráð með grænmeti sem á að grilla.

Sveppir.
Hreinsið sveppina og skerið neðst af stilknum í burtu leggið sveppina í skál með smá mataroliu í og veltið þeim vel uppúr oliunni kryddið smá með salt og pipar, má jafnel setja smá sojasósu yfir líka, þræðið svepponum uppá grillpinna (passlegt svona 4-5 sveppir á pinna til að það passi 1 pinni á mann) og grillið þar til þeir verða meirir og brúnleitir.

Tómatar.
Tómata er best að grilla heila ekki skera þá í sundur, ég nota mest þessa litlu (coktailtómata) set þá bara beint á pinnann og grilla.

Paprika.
Paprikuna sker ég fyrst í 4 hluta og hreinsa hana svo sker ég hvern hluta í tvennt þræði uppá pinna og grilla.

Laukur.
Laukurinn er bara afhyddur og settur heill á pinna og grillaður þannig.

Eitt gott ráð, ég hef rekið mig á að það er ekkert sniðugt að setja margar tegundir af grænmeti á hvern pinna best er að hafa bara eina tegund á hverjum pinna því að grænmeti þarf misjafnan grilltíma.

Verði ykkur að góðu :)

StarCat