Uppskrift hjá græna liðinu í Einn, Tveir og elda!

______________________________________________ ________________


Hráefni:
600 g rauðsprettuflök
1 meðalstór blaðlaukur
1 bréf beikon
1 krukka saltað capers
1 epli
400 g frosnar grænar ertur
(úr búrinu: 2 bollar risotto-grjón)

Kryddolía:
½ búnt steinselja
1-2 msk. ferskt estragon
1-2 msk. fersk basilíka
2 hvítlauksrif
2 dl jómfrúar-ólífuolía

Setjið allt saman í litla matvinnsluvél og maukið vel saman. Setjið í skál og geymið þar til síðar.

Rauðsprettuflök:
600 g rauðsprettuflök
salt og pipar

Snyrtið rauðsprettuflökin og þerrið. Skerið flökin í fallegar sneiðar eða steikið þau heil. Steikið á vel heitri pönnu með smáolíu, um 1 mínútu á fiskhliðinni og um 2 mín. á roðhliðinni. Færið yfir á eldfast fat og setjið kryddolíu yfir hvert stykki, saltið og piprið. Bakið í 180°C heitum ofni í 5-10 mínútur.

Risotto með ertum og beikoni:
risotto-grjón
hvítvín
kjúklingasoð
1 bolli ertur
beikon

Hitið grjónin í potti í smá ólífuolíu. Hellið smá slettu af hvítvíni út í. Hellið svo kjúklingasoðinu saman við smátt og smátt eða þar til grjónin hafa drukkið í sig nægan vökva (sjá einnig leiðbeiningar á pakkningu).
Bætið ertum og smá af steiktum beikonbitum saman við síðustu 5 mínúturnar. Hrærið stöðugt í.
Berið fram sem meðlæti eða sem sérrétt.

Grænmetið:
blaðlaukur
beikon
2 msk. capers
1 bolli ertur
salt

Skerið blaðlaukinn í grófar sneiðar og skolið vel svo að enginn sandur verði eftir. Hitið smjör og olíu á pönnu og setjið blaðlaukinn og beikonstrimla út í. Steikið þar til blaðlaukurinn hefur náð að mýkjast (brúnið ekki). Setjið að síðustu capersið og erturnar saman við, hellið smá hvítvíni yfir og lokið pottinum. Látið standa í 2-3 mínutur. Saltið eftir smekk.

Ertur og beikon:
Steikið það sem er eftir af ertunum og beikoninu í smjöri, saltið örlítið og berið fram.

Epla-krumpa:
1-2 epli
1 bolli sykur
2 msk rauðvínsedik

Skrælið eplin og skerið þau í bita. Brúnið sykurinn létt á pönnu, setjið eplin og rauðvínsedikið út í. Látið malla í smá stund á pönnunni eða þar til eplin hafa öll fengið á sig karmellu. Hellið í eldfast form.

Krumpið:
100 g kalt smjör í bitum
1 bolli hveiti
2 msk. sykur

Setjið í skál og blandið öllu vel saman í höndunum. Deigið á ekki að hanga saman heldur á að vera hægt að mylja það yfir eplin.
Myljið deigið yfir eplin í forminu þar til að það þekur nánast formið. Bakið í ofni við 200°C þar til krumpið er gullinbrúnt. Berist fram heitt með ís eða rjóma, jafnvel sýrðum rjóma.


Græna liðið;)