Kjúklingaterta

Fyrir sex

Deig:

200 g smjör
½ tsk salt
250 g hveiti (4 dl)
1 eggjarauða

Fylling:

1 kjúklingur (800-1000 g)
salt, pipar
½ sítróna
3 dl þurrt hvítvín
3 msk smjör
3 msk hveiti
2 eggjarauður
1 dl rjómi
10-12 fylltar ólífur
steinselja

Meðferð:

Blandið hveiti og salt og myljið smjörið út í. Hnoðið deigið rösklega með eggjarauðu og 1-2 msk köldu vatni. Þjappið deiginu jafnt á botninn og með köntunum á smurðu tertuformi. Deigið má líka fletja en þarf þá fyrst að bíða 1 klst í kæliskáp. Leggið tvöfalda álpappírsræmu innan á deigkantinn svo hann renni ekki út við bökun. Pikkið botninn og bakið. Hlutið kjúklinginn í átta bita með beittum hníf. Sjóðið 2 dl af vatni og 3 dl af hvítvíni og bætið í sítrónusneiðum og 1 tsk af salti. Látið bitana út í og sjóðið í 15-20 mín. Bræðið smjörið, hrærið hveitinu í og látið krauma í 2 mín við vægan hita. Blandið með síuðu kjúklingasoði smám saman í vel þykka sósu. Hrærið saman eggjarauður og rjóma og hellið út í sósuna. Hrærið í. Haldið sósunni rétt undir suðumarki og kryddið. Hreinsið ham og bein úr bitunum og skerið kjötið heitt í þunnar sneiðar. Leggið þær í lögum með sósunni í tertubotninn heitan. Skreytið með fylltum ólífum í sneiðum og fínklipptri steinselju. Borið fram strax með grænu salati.

(Úr bókinni “Ofnréttir” - AB 1987)