Í síðasta heimilisfræði tíma bökuðum við vínarbrauð sem eru allt öðruvísi en þessi úr bakaríinu og þessi sem mamma bakar.Ég var í hóp með einum vini mínum Heiðari.En svona er uppskriftin.


8 og 1/2 dl af hveiti
170 gr. af smjörlíki
1 og 1/2 dl af sykri
2 tsk af lyftidufti
1 tsk af hjartasalti(við notuðum matarsóda)
1 stk egg
1 tsk kardimommudropar(sem betur fer gleymdum ég og vinur minn þessum og ef þið hafið ekki smakkað kardimommur ekkert vera að seta þær í)
2 og 1/2 dl af mjólk


Súkkulaðið á toppnum:

2 dl af flórsykri
1/2 dl af kakói
og þynnt út með vatni

Aðferð

Þurrefnin hveitið,sykurinn,hjartarsaltið eða matarsódinn og lyftiduftið er sigtað saman í skál.Smjörlíkið sett útí og Smallað með sleif.Egg og mjólk er sett útí til að bleyta,hrært saman þangað til að engin bleyta verði lengur.Hnoðað vel þangað til að það verði dálítið mjúkt.Síðan fletur maður það út í hæfilega stærð.Setur sultu,hvernig sem er ofan á deigið.Svo brýtur maður deigið saman þvert og lokar vel.Sett á pappír á plötu inn í ofn við 175° eða 200° gráðu hita í sirka 15 til 20 mín,ef sulta lekur úr í ofninum er það mjög eðlilegt.

P.S. Þessi uppskrift er fyrir 2 Vínarbrauð svo ef þið viljið gera 2 hnoðið og skiptið jafnt í 2 hluta.EN þú mátt líka gera einn risastóran hleif :þ

Enjoy,BirkirF