Um daginn gerði ég mat sem sló aldeilis í gegn hjá 15 mánaða dóttur minni. Það er frekar erfitt að fá hana til að borða en hún hámaði þetta í sig. Ég fékk uppskriftina hjá frænku minni og sagði hún að öll börnin hennar væru alveg vitlaus í þetta. Mæli eindregið með að þið prófið þetta.

Pizzukássa

2 bollar eggjanúðlur
500g. hakk
1 laukur, saxaður 2 hvítlauksrif, pressuð 1 græn paprika 1 bolli pepperónísneiðar 1 dós pizzasósa
4 msk. mjólk
1 bolli rifinn mozzarellaostur

Hitið ofninn á 175°C. Sjóðið núðlurnar. Brúnið hakkið ásamt lauk, hvítlauk og papriku á pönnu. Hellið fitunni af. Blandið núðlunum saman við ásamt pepperóní, pizzasósu og mjólk. Hrærið vel. Setjið blönduna í eldfast mót og bakið í 20 mín. Setjið þá ost ofan á og bakið í 5-10 mín. í viðbót.
Sá sem margt veit talar fátt