Einusinni pantaði ég mér kjúklinganúðlur frá einhverjum asískum stað. Þegar þær svo komu þá pældi ég mikið í því hvernig væri mögulega hægt að gera þær svona óspennandi og bragðlausar. Svo ég ákvað að prófa að gera svoleiðis sjálf. Það tókst alveg rosalega vel og ég ætla að setja inn uppskrift af bestu núðlum sem ég hef fengið.

Efni:
Hálfur stór pakki af núðlum (held það sé um 200 g)
Ein kjúklingabringa (má vera 2)
1/8 - 1/4 haus af hvítkáli
2-3 egg
Má setja annað grænmeti, t.d. blómkál eða sveppi
Krydd: soyasósa, ostrusósa, salt, pipar, laukduft, kjúklingakrydd. Auðvitað hægt að krydda eins og maður vill (t.d. hvítlaukskrydd) en þetta finnst mér best.
Olía

Byrjið á að skera kjúklinginn í litla bita og steikja á pönnu í olíu. Kryddið með kjúklingakryddi, laukdufti, salti og pipar.
Setjið núðlurnar í pott, gott að hafa smá krydd í vatninu, t.d. grænmetiskraft.
Þegar kjúklingurinn er næstum gegnsteiktur bætið þá hvítkáli við (í litlum bitum). Svo soyasósu og ostrusósu, ca 1 tsk af hvoru.
Þegar það er orðið steikt þá set ég það bara til hliðar á pönnunni og set eggin á hinn helminginn, krydda þau með salti og pipar og geri þau svona “scrambled”. Svo stundum krydda ég allt saman aðeins meira, bara smakka þetta til.

Svo bara þegar núðlurnar eru soðnar þá blandar maður þessu öllu saman.

Og eins og allar uppskriftir sem ég hef nokkurn tímann búið til, er þetta aldrei alveg eins í tvö skipti og um að gera að prófa það sem manni dettur í hug :)
Hello, is there anybody in there?