Hérna kemur alveg æðisleg uppskrift, mæli eindregið með henni.
Það er sagt að þessi uppskrift sé fyrir 4, en þá mæli ég með meiri kjúklingi, pottþétt.

En uppskriftin hljómar svo:

1 úrbeinuð og hamflett kjúklingabringa, skorin í strimla (ég nota venjulega 4)
200 g ferskir sveppir í sneiðum
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 dl rjómi
100 g rjómaostur
Steinselja, smátt söxuð
salt og pipar
1 1/2 áusa af kjötsoði (súputeningur)
rifinn parmesan ostur
smjör/olía til steikingar
500 g tagliatelle

Steikið kjúklingastrimlana og bætið sveppunum síðan á pönnuna. Þá er smátt söxuðum hvítlauknum bætt við og síðan steinseljunni. Loks er kjötsoðinu og rjómanum bætt út í og suðan látin koma hægt upp. Soðið í nokkrar mínútur.
Í lokin er rjómaostinum bætt smátt og smátt saman við og kryddað eftir smekk.
Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka, sigtað og blandað saman við sósuna. Parmesan osti stráð yfir og öllu blandað saman.
Gott salat og brauð eru ómissandi með.

(H&H, 1. tbl. 1999)