Kjúklingabringur - Mjög góð þessi Heil og sæl, eru ekki flestir hérna pínu ponsu svangir?

En allavega hér er ein uppskrift frá mér sem er mjög góð.

Aðalréttur:

- 4-5 kjúklingabringur
- Chicken Herb krydd(hef reyndar ekki séð það neinstaðar í langan tíma)
- Olía

Meðlæti:

- 2 kúrbítar
- 4 stórar sætar kartöflur
- 2-3 hvítlaukar
- 2 rauðar, gular eða appelsínugular paprikur
- Hvítlaukssalt

Sósa:

Róspipar sósa

Mér finnst best að vera með róspipar sósu og hafa hana ögn þykka, hef sjálf ekki gert frá grunni en kaupi oftast bara útí búð og bý til sjálf.

Eldun:

Skerið kjúklingabringurnar niður í sirka 4-5 litla bita hverja og eina, setjið olíu á pönnu svo bringurnar festist ekki við, létt steikið bringurnar og kryddið með kryddinu, (ef þú átt ekki kryddið til er líka ágætt að nota season all eða hvaða kjúklingakrydd sem er jafnvel oregano.)

Þegar þið hafið létt steikt bringurnar ætti að vera tilbúið eldfast mót sem búið er að smyrja ögn að innan með olíu, setjið bringurnar í mótið og inn í ofn á c.a 180-200° og látið full eldast, allt að hálftíma fer eftir hversu vel þú steiktir þær á pönnunni. Gott er að skera í eins og 1 bita til að sjá hvort það sé langt í bitana.

Meðlæti útbúið:

Skerið kúrbítinn niður í svona 2-3 mm þykkar skífur og skerið paprikuna í ræmur, saxið hvítlaukinn smátt og skerið kartöflurnar í hæfilega stóra bita, en ekki of stóra því þá eru þeir miklu lengur að eldast, setjið þetta allt á pönnu með smá olíu og steikið í smá stund, setjið svo í eldfast mót og bakið þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar, mér finnst best að setja örlítið af hvítlaukssalti yfir allt grænmetið.

Sósa:

Ég sía kornin alltaf frá áður en ég útbý sósuna, set innihaldið í pott og meðfylgjandi magn af vökva nema ég sleppi oftast um sirka 1 desilíter til að hafa hana ögn þykkri en hún á að vera, ef þú átt rjóma eða rjómaost er gott að setja orlítið útí sósuna ef þú villt dekra aðeins við þig.


Líka er hægt að hafa bara stóra kartöflubáta með smá olíu og hvítlaukssalti í ofni þar til þeir eru tilbúnir í stað grænmetissins.

Hægt er að bera fram með fersku garðsallati með ögn af feta yfir.

Verði ykkur að góðu :D


Kv PINKY

p.s myndin er ekki af réttinum sjálfum, heldur bara til að lífga ögn uppá uppskriftina :)