Þetta er uppskrift sem ég var að prufa að gera og þetta kemur alveg æðislega vel út. Ísinn bragðast alveg ótrúlega vel.
Uppskriftin er fengin úr norskri bók um súkkulaði sem heitir “Fristende Sjokolade”.

Það sem þarf er:
2 egg
2 eggjarauður
115 g sykur
6 dl rjómi
115 g hvítt súkkulaði
115 g Kókoskrem (creamed coconut)
3 matskeiðar kókos romm (ég notaði Malibu)

Svo er það aðferðin.
1.
Hrærið vel saman egg, eggjarauður og sykur, setjið til hliðar.
Í lítinn pott er svo sett 3dl af rjóma, súkkulaðið og kókoskremið og hitað rólega alveg fram að suðupunkti, hrærið vel á meðan þetta er að hitna.
Blandið eggjablöndunni í pottinn og hitið yfir öðrum potti með sjóðandi vatni, potturinn sem blandan er í má ekki snerta vatnið. Hitið þar til þetta er orðið þykkt. Kælið í klukkutíma eða svo.

2.
Restin af rjómanum (3dl) og rommið er nú þeytt saman þangað til að rjómin er orðinn þykkur (s.s. ekki stífþeyttur, bara léttþeyttur).
Blandið hinni blöndunni við og hrærið létt saman.

3.
Nú er annaðhvort að nota ísvél skv. leiðbeiningum
eða
Blandan er sett í form, helst svo hún sé ekki sérlega þykk og sett inn í frysti.
Á 30 mín fresti (5 - 6 sinnum) þarf svo að hræra aðeins til í blöndunni svo hún verði ekki of stíf.
Nánari lýsing á þessari aðferð má finna HÉR
I C U P