inniheldur hnetur

“Eftir ferðir mínar um heima og geyma hef ég fullkomnað mína einu sönnu máltíð”

Kanski ekki alveg en allavega nálægt því
Matur fyrir 4 konur eða 2 karlmenn

Eftirfarandi er nauðsynlegt til að uppfylla brögð þessarar máltíðar:
1 bakki af kjúkling(ég tek bakka með 4 kjúklingabringum því ég nenni ekki að úrbeina)
100 grömm af basmati hrísgrjónum
2-300 grömm af heillegum kashjúhnetum
60-100 gr grömm af exotic food pineapple chilli wok sauce

1 st lambhagasallatbúnt
poki af ristuðum furuhnetum
1 rauðlaukur
blaðlaukur
rauður ferskur chilipipar
ólívur
hvítlauksolía

byrjið á því að skera kjúklinginn niður í fersentimeters teninga og setjið hrísgrjón í pott
setjið kjúklinginn á pönnuna og steikið þangað til þeir eru flestir hvítir, (á meðan er sniðugt að gera sallatið tilbúið(1))
bætið pineapple sósunni útá ásamt kashjúhnetunum, látið malla í um 5 mínútur og
bætið þá hrísgrjónunum sem ættu þá að vera tilbúin og berið fram með ísköldu vatni

(1)sallatið
rífið niður lambhagasallatið frekar smátt
saxið niður rauðlaukinn, blaðlaukinn, ferska chilipiparinn og ólívurnar
blandið öllu saman ásamt smá hvítlauksolíu

berið fram
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950