Ég hef ekki lagt mikla stund á að skrifa greinar hér á Matargerð, en mig dauðlangar að deila með ykkur uppskrift af kjúkling sem ég lærði af gömlum öflugum tarfi.

Í þessa uppskrift er lang þægilegast að nota kjúklingabringur, en leggir/vængir/læri virka líka ef þú ert þolinmóð/ur í að skafa af þessu og bita þetta niður.
Ég er hrifnastur af léttfrystum kjúklingabringum sem ég kaupi oftast í krónunni. Þær eru í hvítum/rauðum pokum. Ég man alls ekki frá hvaða fyrirtæki þær eru (Já þær eru innfluttar).

Þessi uppskrift er nóg fyrir 4 manneskjur.
Ég nota allt frá 3-6 bringur í hverri uppskrift, náttúrulega bara eftir fjölda fólks.

Í þessa uppskrift þarf.

1.“glas” eða dollu af feta osti(helst hafa hann án ólífa eða tómata, en það fer eftir smekk).
1.Dollu af sveppaosti
3-6. Kjúklingabringur (Bitaðar niður í hæfilega bita.
1. Lítin pela af rjóma

Mér finnst best að taka kjúklingin og steikja hann á pönnu. Alveg í gegn. Á meðan ég er að steikja kjúklingin set ég 3/4 af fetaostinum í pott og set á hita í hærri gerðinni.
Það er algjört möst að leifa fetaostinum að bráðna alveg niður svo að sósan/dressingin verði ekki kekkjótt.

Þegar fetaosturinn er loksins bráðnaður er kjörið að skella öllum sveppaostinum ofan í pottinn. Hann er nú ekki lengi að “bráðna” og þá er bara ágætt að skella rjómanum út í.
Rjómin er eiginlega bara til að þynna þetta en ég nota oftast allan pelan út í þetta svo að þetta verði strjálla.

Þegar kjúklingurinn er loksins steiktur er kjörið að skella honum svo ofan í pottinn með sósunni/dressingunni.

Þá er bara gott að leifa þessu að malla rólega í svona 5-10 mínótur. Það er kannski óþarflega lengi en ég nota tíman bara til þess að leggja á borð eða steikja furuhnetur og skella þeim út á sallat.

Það er mikilvægt að hræra allan tíman í pottinum, enda brenna rjómaréttir rosalega hratt við.

Ég hvet ykkur til að prófa þetta, ég lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum ef þið borðið rjómarétti.
Pladin1one!!11one!!