Rice krispies treats- Uppskrift Þegar ég fór til New York, þá rakst ég á þessar æðslegu rice krispies kökur, og ákvað að prófa mig áfram með þær þegar ég kæmi heim og það bara gekk svona ljómandi vel:

Stór poki af hvítum sykurpúðum
1 dl. sýróp
50 gr. smjör
Slatti af rice krispies morgunkorni

Aðferð:
Sykurpúðarnir, sýrópið og smjörið er sett í pott og brætt þangað til að nánast allir sykurpúðarnir eru bráðnaðir ( ATH. passa að þetta brenni ekki við) og þá er morgunkorninu blandað saman við í pottinn þangað til blandan er orðin hæfilega þykk. Það þarf að hræra stöðugt svo þetta brenni ekki við. Svo er þetta allt sett í form að eigin vali(smyrja þau fyrst með smjöri) og látið kólna. Svo er hægt að skreyta að vild, ég mæli með hvítu súkkulaði ofaná, ekkert endilega mikið.

Verði ykkur að góðu.