Óholl:

150 gr. smjörlíki
250 gr. sykur (2 1/2 dl.)
2 stk. egg
175 gr. hveiti (ca. 3 dl.)
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur (einn tappi vanilludr.)
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. allrahanda
4 msk. kakó
3/4 dl. mjólk
3/4 dl. sjóðandi vatn

AÐFERÐ:

Í fyrstu er smjörlíkinu (sem verður að ver nógu mjúkt)hrært með sykrinum, þar til það er ljóst og létt.
Næst er eggjunum bætt út í einu í einu og hrært vel á milli.
Því næst eru bragðefnin látin út í.
Restin af þurrefnunum sigtuð í sér skál. Mjólkin og vatnið sett einnig sér.
Hrært á meðan þurrefnin og blauta dótið er sett til skiptis saman við aðal deigið.
Bakist á 150°-160°C með blæstri.

KREM:
5 dl. flórsykur
2 msk. kakó
2 msk. smjörlíki
2 msk. vatn (sjóðandi)

Flórsykur er sigtaður með kakóinu. Smjörlíkið bærtt og sett út í flórsykurinn ásamt vatninu. Síðan er einum tappa af vanilludr. sett saman við.
ATH!! Best er að setja skyndikaffi (neskaffi) saman við vatnið til að gefa meira bragð.
Bleytt er upp í þurrefnunum þangað til kremið er þykkt og auðvelt að smyrja því á kökuna.


Fyrir kólestról háa einstaklinga:


150 gr. smjörlíki, til í Krónunni eitthvað sem á að lækka kólestról, það er í raun best í þessa uppskrift því það er svo mjúkt.
250 gr. sykur (2 1/2 dl.)
4 stk. eggjahvítur
175 gr. hveiti (ca. 3 dl.)
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur (einn tappi vanilludr.)
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. allrahanda
4 msk. kakó
3/4 dl. mjólk, undanrenna
3/4 dl. sjóðandi vatn

AÐFERÐ:

Í fyrstu er smjörlíkinu (sem verður að ver nógu mjúkt)hrært með sykrinum, þar til það er ljóst og létt.
Næst er eggjunum bætt út í einu í einu og hrært vel á milli.
Því næst eru bragðefnin látin út í.
Restin af þurrefnunum sigtuð í sér skál. Mjólkin og vatnið sett einnig sér.
Hrært á meðan þurrefnin og blauta dótið er sett til skiptis saman við aðal deigið.
Bakist á 150°-160°C með blæstri.

KREM:
5 dl. flórsykur
2 msk. kakó
2 msk. olía
2 msk. vatn (sjóðandi)

Flórsykur er sigtaður með kakóinu. Olían sett út í flórsykurinn ásamt vatninu. Síðan er einum tappa af vanilludr. sett saman við.
ATH!! Best er að setja skyndikaffi (neskaffi) saman við vatnið til að gefa meira bragð.
Bleytt er upp í þurrefnunum þangað til kremið er þykkt og auðvelt að smyrja því á kökuna.