Hérna hef ég mjög góða uppskrift af skinkuhornum.
Úr þessu koma 32 skinkuhorn.

Innihald:
3dl volgt vatn
3tsk þurrger
4msk matarolía
4tsk púðursykur
1/2tsk salt
9dl hveiti.
Skinkumyrja eða ostur og skinka, eða hvað sem þú vilt hafa í þessu.

Hitar ofninn í 200°C.
Fyrst seturu volgt vatn í skál og þurrgerinu er dreift yfir.
Svo bíðuru eftir að þurrgerið er uppleyst.
Þegar þurrgerið er uppleyst seturu allt hitt ofan í.
Svo hræriru þangað til að deigið er orðið nógu deiglegt, þarft kannski að bæta við hveiti eða einhverju.
Þá hnoðaru deigið og skiptir því í fjóra jafna bita.
Fletur hvern bita út í hring og skerð í átta bita, setur svo fyllinguna(skinkumyrjuna etc.) efst á hvern bita þar sem það er breiðast en ekki láta fyllinguna fara útaf deiginu, getur líka smurt bitann en verður að passa að hafa fyllinguna ekki of nálægt brúninni.
Rúllar svo bitanum upp frá breiðari hlutanum og gerir horn.
Setur svo í ofn og bakar í 8-10 mínútur.

Verði ykkur að góðu :]