Ég fann þessa uppskrift á netinu og ákvað að prófa hana… og namm!!!

Þið þurfið:

3 bolla af jarðaberjum (ég notaði frosin jarðaber)
1 bolli smjör
1 sykur
2 egg
1 bolli sýrður rjómi
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

smjörið og sykurinn eru hrærð saman þangað til degið verður mjúkt. Síðan er eggjunum bætt út í og hrært í smá stund. Þegar það er búið er sýrða rjómanum bætt við og hrært þangað til allt er orðið mjúkt og engir kögglar. Síðan er hveitið, lyftiduftið, matarsótinn og saltið sett út í og hrært vel. Ef ykkur finnst degið vera of þykkt þá getið þið bætt smá mjólk út í.

Síðan er helmingurinn af deginu sett í form sem er búið að smyrja með smjöri.

Ég notaði frosin jarðarber og þess vegna fannst mér betra að láta þau bráðna aðeins í potti með smá sírópi til að sæta þau. Ég stappaði þau ekki en það er örugglega mjög gott líka. Síðan dreifði ég jarðaberjunum yfir degið, en ég skyldi eftir bráðna jarðaberjasykurinn sem varð eftir í pottinum.

Síðan er afgangurinn setur yfir jarðaberin, fínt að setja það yfir í svona skellum eða kögglum, þetta bráðnar hvort eð er allt saman í ofninum. Síðan er jarðaberjasírópinu úr pottinum hellt yfir allt saman.

Ofninn er á svona 180-200 og ég mæli með að þið bakið þetta frekar lengi, í svona 35 mín.

Með þessu má bera fram þeyttann rjóma.
muhahahahaaaa