Jæja gott fólk.

Þetta er súpa sem ég bý gjarnan til þegar ég er frekar blönk og nenni ekki að elda neitt flókið.

4 stórar kartöflur.
1 græn paprika.
3 meðalstórar gulrætur.
1 laukur.
3-4 hvítlauksrif.
1 dós niðursoðnir tómatar.
Tómatkraftur
Pasta skrúfur.
Olifuolia
1 grænmetisteningur.

Líter vatns settur í pott og niðurskorinn laukurinn settur útí.
Olían sett á pönnu og hituð, niðurskorið grænmetið steikt en þó án þess að það brúnist. (ekki hvitlaukurinn.)
Grænmetið sett í pottinn ásamt pastanu og soðið á dágóðann tíma, þangaðtil kartöflurnar eru farnar að mýkjast.
Þá eru tómatarnir settir útí (náttúrulega niðurskornir) og tómatkrafturinn fljótlega á eftir ásamt grænmetisteningnum.
Hvítlauknum bætt síðast útí.
Þeir sem vilja fá mikið hvítlauksbragð setja hann útí rétt áður en súpan er borin fram og láta hann ekki sjóða.

Best með þessu eru parmesanbollur sem ég baka stundum, en ég má víst ekki láta uppskriftina fljóta með, því það væri ritstuldur og ég hef ekki leyfi höfundar.
Hinsvegar má ég segja að uppskriftina (bollurnar) er að finna í hinni yfirgripsmiklu bók Matarást, eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur og er gefin út hjá Iðunni. Æðisleg bók sem ég get ekki verið án.

Jæja hlutföllin í uppskriftini eiga svona nokkurvegin að vera eftir smekk, enda hef ég aldrei skrifað neina raunverulega uppskrift af þessari súpu, þannig að ekki panika þó eitthvað hafi misfarist í magnhlutföllum hjá mér.

Kveðja Konny matargat.