Seiðandi Saltfiskréttir og þorskréttir þjóðanna


Frá útgefenda
Í þessari bók eru heimsótt fjölmörg veitingahús og heimili á Íslandi þar sem eldaður er ljúffengur matur úr saltfiski, þorski og öðru góðgæti sjávar. Þetta eru nýstárlegir réttir og hefðbundnir, einfaldir og íburðarmiklir. Réttina matreiða 44 kokkar, lærðir og leikir. Hér er að finna yfir 70 frábærar uppskriftir, m.a. frá Angóla, Bandaríkjunum, Baskalandi, Frakklandi, Færeyjum, Grikklandi, Grænhöfðaeyjum, Grænlandi, Íslandi, Ítalíu, Jamaíku, Japan, Kenía, Líbíu, Portúgal, Suður-Ameríku og Spáni; og auk þess er fjöldi alþjóðlegra rétta sem eru ekki kenndir við eitt landsvæði. Í bókinni er einnig vikið að hefðbundinni matreiðslu hér á landi og jafnvel leitað í heimildir frá fyrri öldum. Matreiðslumennirnir eru m.a. Rúnar Marvinsson Við Tjörnina, Úlfar á Þrem Frökkum, Ingibjörg á Mensu, Unnur Ása Við fjöruborðið, Jakob á Horninu, Franqois Fons, Leifur og Mario á La Primavera, Sigurður í Apótekinu, Helga Mogensen á Hollum mat, Hassan á Jónatan Livingston Mávi, Hafþór í Súkkat, Emil á Tapasbarnum og Feng Jiang á Sticks & Sushi. Heima eldar m.a. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur, María Ellingsen Leikkona, Kristján Guðmundsson myndlistarmaður, Tómas R. Einarsson tónlistarmaður, Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður, Baldur Trausti leikari, Benedikte Thorsteinsson frá Grænlandi, Ana María frá Angóla og margir fleiri.
Fjölmargar litmyndir eru í bókinni af réttunum, fólki og stemmningu.

Um bókina
Megin tilgangur með bókinni er að efla að verðleikum það frábæra hráefni sem við íslendingar sniðgöngum í fiskiborðum. Flestir kunna að sjóða þorsk og sumir kunna jafnvel að búa til fiskibollur og plokkfisk úr afgangs þorsk eða ýsu sem hefur þá væntanlega verið soðin. Með tilkomu þessarar bókar er vonandi að íslendingar tileinki sér þorsk og saltfisk sem veisluhráefni, af því tilefni tók Einar Árnason saman 70 uppskriftir sem 44 matgæðingar gefa. Allar uppskriftirnar eru nokkuð nýstárlegar og er ég mjög hrifinn af bókinni og vona að hún verði á meðal þeirra jólapakka sem opnaðar verða á aðfangadagskveld. Ég mæli með þessari bók við alla því allir íslendingar borða of lítið af okkar frábæra þorski. Til gamans má geta þess að þorskur var á seðlinum í Grillinu, Hótel Sögu, bæði sem forréttur (saltfiskur) og aðalréttur((þorskur) sem lýsir því kannski hve mikið gæðahráefni þorskurinn er.
Lesendum Veitingavefsins er boðið sérstakt kynningartilboð á bókinni og kostar hún þá 4.500,-kr auk sendingarkostnaðar ef senda þarf út á land. Það eina sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst hér og taka fram nafn, síma og heimilisfang og senda póstin áleiðis og við þig verður haft samband eins fljótt og auðið er.
Elvar Örn Reynisson

<a href="http://www.veitingavefurinn.is/baekur.htm“ target=”_blank"><medium>Veitingavefurinn.is/bækur</medium></a