Ég fór í kjúkling til mömmu um daginn og fékk þetta góða salat með.
Í uppskriftinni stendur að það sé gott með alls kyns kjöt- og hrísgrjónaréttum.

2 msk. möndluflögur
2 msk. rúsínur
250 ml. hrein jógúrt
250 ml. sýrður rjómi
3-4 msk. hunang
1/8 tsk. kardimommuduft
1 meðalstór banani, afhýddur og skorinn í sneiðar

Setjið rúsínurnar og möndlurnar í litla skál og setjið u.þ.b. 125 ml. af sjóðandi vatni út á. Látið standa í 15 mín. og síið svo vatnið frá. Blandið möndlunum og rúsínunum við jógúrtina, sýrða rjómann, hunangið og kardimommuna í skál. Bætið bananasneiðunum út í og hrærið varlega. Hyljið skálina og kælið. Berið fram.
Sá sem margt veit talar fátt