Fyrir 2

1 stk Pizzadeig
3-4 msk Pizzusósa
½ bréf Pepperoni
10 stk Græn piparkorn (má sleppa)
150 g Ostur


Pizzudeig (12")

12,5 g ger (eða 1 tsk þurrger)
125 ml volgt vatn
1/8 tsk (hrá)sykur
200 g hveiti
½ tsk salt
2 tsk olía

Blandið sykri út í vatnið.
Leysið gerið upp í sykurvatninu og látið standa í 15 mín
(óþarfi ef þurrger er notað)
Setjið hveitið í matvinnsluvél, bætið salti út í og olíu.
Hrærið rólega.
Hellið svo gerblöndunni rólega út í þar til kúla myndast.
Látið kúluna hnoðast í u.þ.b. 1 mín. Að sjálfsögðu er hægt að gera þetta líka allt í höndunum.
Takið degið úr vélinni og hnoðið í 1-2 mín á borði.
Setjið degið í hveitstráða skál og plastfilmu eða blautan kút yfir.

Látið degið hefast í 1 klst. áður en það er flatt út.

Pizzusósa

1 dós niðursoðnir tómatar
2 geirar hvítlaukur
1 tsk oregano
½ tsk basil
1 stk grænmetiskraftur
1½ tsk sykur
salt og pipar

Vatnið hitað með kjötkrafti og suða látin koma upp.
Potturinn tekinn af hellunni og tómatmauk og krydd sett út í. Látið malla í nokkrar mín (án loks) þar til sósan þykknar. Braðbætt með salti, sykri og pipar og kælt.

Pizzudegið flatt út og sósan smurð á. Pepperoni raðað á pizzuna og græni piparinn mulin og stráð yfir. Osturinn rifinn og stráð yfir.

Pizzan bakast í 275°C heitum ofni í 5-7 mín.