Einn daginn langaði mig að prófa e-ð annað með grillmatnum en plain grillaða kartöflu. Ég fór á stúfana og gróf þessa uppskrift e-s staðar upp.

300 g. kartöflur
1 meðalstór rauðlaukur
150 g. ferskir sveppir
1 krukka Newman´s Own Salsa, medium
rifinn gratínostur

Skerið kartöflurnar með hýðinu í þunna báta og brúnið vel í olíu á báðum hliðum. Setjið í eldfast mót og inn í 180°c heitan ofn og bakið í 15 mín. Á meðan skerið þið sveppina og laukinn og steikið saman á pönnu, hellið salsasósunni saman við og blandið þessu svo saman við kartöflurnar. Stráið örlitlu af gratínosti yfir og gratinerið í ofni.
Sá sem margt veit talar fátt