Kröftug Pasta sósa Innihald:

1 stk - meðalstór laukur
1/2 stk - Paprika
Diced Tomatoes (Italian Mix) (15.5oz dós)
6-10 - Jalapeno sneiðar (Úr krukku)
2-3 - hvítlauks rif
250. ml matreiðslurjómi
Tabasco sósa (má sleppa)

og eldað uppúr extra virgin olive oil

Krydd

1 Matskeið þurrkað basilikum
1 teskeið oregano
1/4 teskeið svartur pipar
1/8 teskeið salt
1 teskeið Cyenna pipar
1/2 teskeið papriku duft
1 matskeið sykur

Þetta er svona undirstaðan, hægt að breyta öllu til og frá og bæta við

Þið byrjið á því að skera allt grænmetið fínt og smátt
Hreinsið kjarnann og fræinn úr jalapeno (Nema þið viljið þetta virkilega sterkt)

Matreiðslan:

Pannan hituð og helt ca 1-2 matskeiðum af ólívu olíu á hana
Byrjið á því að brúna laukinn vel, passa að brenna hann ekki
Þangað til hann er orðinn mjúkur og mildur
Svo er bætt við restinni af grænmetinu (ásamt dósa tómötunum)
Bætt við nokkrum slettum af tabasco sósu, fer eftir því hversu kröftugt þið viljið hafa þetta
Stráið kryddinu og sykrinum yfir grænmetið og blandið þessu vel saman og látið kraumast þangað til mest af vökvanum er gufaður upp af pönnuni (getur tekið ca 10-15 min)

Svo þegar þið haldið að þetta sé að verða tilbúið þá er að slökkva undir pönnuni
Öllu er hellt í blandara, látið blandast alveg virkilega vel, alveg niður í mauk
Núna ætti þetta að vera nokkurnveginn fallega appelsínugult á litinn.
Þá er að hella þessu aftur á pönnuna og bætt við rjómanum og 1 matskeið af smjöri og leyfið þessu aðeins að sjóða saman í svona 5-10 min

Voila! sósan tilbúinn

Ég er buinn að gera þessa sósu oft, og ég breyti henni i hvert skipti, ekki vera hrædd við að breyta/bæta við uppskriftina.

P.S

Þessi sósa geymist vel i kæli, ef eitthvað verður hún aðeins bragðbetri