Nú á laugardaginn ákváðum við frúin að vera voðalega góð við okkur og fórum í Nóatún (Nóatúni). Þar festum við kaup á glæsilegu rauðu fille, 500 grömmum sem við ætluðum að elda sem piparsteik.

Þegar ég leit á miðann sá ég mér til mikillar furðu að þessi dýrindismatur var á eingöngu 1125 krónur!

Við keyptum líka 3 bökunarkartöflur og kostuðu þær einhverja fimmtíukalla.

Rétturinn okkar stóð sumsé af þessum 500g af úrvalskjöti, 3 bökunarkartöflum og rauðvínssósu. Í forrétt var cantaloupe-melóna (hálf melóna sem við skiptum á milli okkar), í eftirrétt var “desert með kirsuberjabragði” frá Ostahúsinu, eitthvað nýtt sem við ákváðum að prófa. Samtals kostaði allt þetta um 2000 krónur. Að sjálfsögðu var rauðvín haft um hönd.

Það sem kom mér svona á óvart var það að fyrir verð einnar pizzu fengum við skötuhjúin dýrindis piparsteik (gvuð hún var góð svona rare) með kartöflum, og forrétt að auki.

Næst þegar okkur langar í pizzu er spurning um að hreinlega fara í Nóatún (eða aðrar verslanir með viðlíka góð kjötborð) og finna sér gott kjöt og elda. Það getur reynst mun ódýrara en pizzan.

Hvað ætli kílóverð á pizzu sé eiginlega? Ætli verðið á þeim færi lækkandi ef við hreinlega færum að fá okkur piparsteikur í staðinn þegar við hefðum annars fengið okkur pizzu?
Summum ius summa inuria