Ég fann þennan inn á netinu, man ekki alveg hvar, en ég bara varð að vekja athygli ykkar á honum, hann er svo ógeeeeeðslega góður!!!
Ég breytti honum reyndar aðeins og finnst hann betri svona:

1 kjúklingur 1100 gr
425 gr DÓSAsveppir
3 dl mjólk
1 fersk paprika
3 tsk paprikuduft (allt í lagi að setja meira…)
4 msk tomatpurree
1,5 dl matreiðslurjómi
1 laukur
1 sítróna

Kjúklingur steiktur og skorinn í ca 8 bita

Laukur, paprika, sveppir, paprikuduft og tomatpurree ristað á pönnu eða í potti, látið krauma vel.

Mjólk, rjóma bætt við, látið sjóða við vægann hita í ca 10 mín

kjúklingbitarnir settir út í og sítróna kreist yfir.

Látið malla í 5-10 mín

Mikilvægt er að nota dósasveppi, því annars verður sósan ógeðsleg á litin.

Ef sá sem setti þessa uppskrift inn á netið (man ekki inn á hvaða heimasíðu þetta var), þá vil ég þakka bara kærlega fyrir hana!!!