Það er ekkert betra en að plana gott matarboð.
draumamatarboðið mitt er svohljóðandi :

í forrétt myndi ég bera fram rjómalagaða sveppasúpu. hún er ekkert svo mettandi svo það er enn pláss fyrir meira!

60gr smjör
400gr sveppir
60gr hveiti
6 dl kjúklingasoð
1 dl mjólk
3 dl rjómi
1 msk steinselja
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar
Steinselja í skraut

Aðferð: Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita. Þegar súpan er kominn í skál er dass af þeyttum rjómatopp sett í súpuna ásamt steinselju skrauti yfir. Borið stax fram með brauði.

fyrir þá eldri er gott að setja smá koníak eða sherry í súpuna.

Í aðalrétt væri síðan uppáhalds rétturinn minn, Spagetti Carbonarra, eða spagettí kolnámumannsins. maður verður fljótt saddur vegna eggjana, svo gott er að borða í hófi!


500gr. Spagettí
fimm stk. egg
1 dl. Rjómi
salt og pipar
1 msk olía
25 gr. smjör
200 gr. beikon
100 gr. parmaostur (má sleppa)

fyrst þeytir maður egginn og rjóman saman ásamt smá salti.
hitið olíuna og smjörið í stórum potti og stekið beikonið út í og látið það malla saman þangað til fitan er orðin glær. sjóðið síðan spagettíið og látið renna af því (gott er að hella smá olíu yfir það þá verður það ekki klessótt og ógeðslegt). Hellið síðan spagettíinu ofaní pottinn með beikoninu og hrærið vel. talið pottin af hitanum og hellið eggblönduni yfir og hrærið vel, og fljótt því annars hlaupa eggin saman og verða að omilettu! hrærið þangað til allt pastað er þakið sósu. ptið smá salti við og pipar. (ostin líka ef þið viljið)

eftir þennan æðislega pastarétt eru flest allir vel saddir og væri sniðugt að fær sig inn í stofu og hafa samræður um kreppuna eða veðrið þessvegna. eftir c.a 20 min væri sniðugt að bera fram desert, eða eftirrétt.
Þá mæli ég með mjúkri banaköku, með ís eða rjóma. og best væri að hafa hana heita, ef þu nennir að standa í því að baka hana strax eftir aðalréttinn í staðin fyrir að baka hana fyrir matarboðið.

í kökuna þarftu :
2 egg
125 gr. sykur
1 tsk vanillusykur
120 gr. hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
50 gr. smjör
1/2 dl. rjóma
2 banana

byrjaðu á því að bræða smörið og kæla það. stífþeytið síðan egg og sykur.
blanda svo saman öllum þurrefnum og hræra út í blönduna á víxl eggblönduna, smjörið og stöppuðum bönunum.
smyrjið form (mæli með hringlaga) og setjið degið í.

bakið síðan í 35 mínútur í 175 °C heitum ofni.


jæja. hver vill svo ekki kíkja í matarboð til mín?
It's good to see me, isn't it? No need to respond! That was rhetorical