Fyrir 2

·4 kjúklingabringur
·50 g rjómaostur
·50 g gráðostur
·ljóst brauðrasp
·2 egg
·Salt, pipar, hvítlaukur og olía til steikingar.

Aðferð:
Fletjið úrbeinaðar kjúklingabringurnar þunnt með buffhamri. Blandið saman rjómaostinum og gráðostinum. Setjið 25 grömm af ostablöndunni á hverja kjúklingabringu og brjótið þétt saman um miðju. Hrærið eggin og setjið kryddið út í.
Veltið bringunum upp úr eggjum og raspi. Steikið í olíunni þangað til að þær eru fallega brúnar beggja megin.

Ég ber þetta fram með salati með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og jafnvel cashew hnetum. Svo hef ég líka kryddsmjör með og Blush er nauðsyn. Nammi namm.
Þetta er mjög einfalt en SVAKALEGA GÓMSÆTT!
Ég bauð vinkonu minni einu sinni í mat og var með þetta á boðstólnum og hún vill að þegar ég bjóði henni næst í mat þá hafi ég “allt alveg eins og síðast” ;)
Elektra Katz