Hvað er þorramatur? Á þorranum borða flestir Íslendingar svokallaðan þorramat (súrmat). Þorramatur samanstendur af súrum blóðmör, lifrapylsu, lundabagga, hrútspungum, bringukollum, sviðasultu og grísasultu.

Hægt er að kaupa súrmat í lausasölu úr kjötborðum verslana eða blandaðan súrmat í 1350 g fötu og er hann þá í mysu sem hentar betur til geymslu.

Allar þessar vörur eru súrsaðar í mysu og hefst framleiðsla þeirra í sláturtíð. Þetta þýðir að það sem er til sölu um þorra er búið að liggja í súr í 3 - 4 mánuði.