Mér hefur alltaf fundist svona löng og mjó brauð vera svo flott. Hérna er ein uppskrift að svona brauði…

súrdeig:
10 gr pressuger
4 dl vatn
250 gr hveiti

Deig:
2 dl vatn
1 tsk salt
uþb 750 gr hveiti
egg til penslunar

Súrdeig - aðferð:
Velgið vatnið í 37°C og leysið gerið upp í 1 dl af vatni. Hrærið hveitinu og afganginn af vatninu saman við. Breiðið klút eða plastfilmu yfir skálina og látið deigið standa við stofuhita í 1-2 sólarhringa.

Deig - aðferð:
Velgið vatnið í 37°c og hrærið út í súrdeigið. Bætið salti og hveiti saman við og hnoðið. Skiptið deiginu í 4 jafna bita. Mótið löng og mjó brauð og látið hefast á volgum stað undir rökum klút í 1 klst. Smáskerið í brauðin og penslið með léttþeyttu eggi.

Bökunartími: 200°C í 15-20 mín

Gott með pastaréttum, ostum og súpum

Gott að frysta deigið tilbúið í brauðlengjum. Þíðið síðan deigið, látið hefast og baka svo.

kveðja kvkhamlet