Ég bjó til hollann og góðann mat sem var ekki eftir neinni uppskrift heldur fann ég þetta bara upp hjá sjálfum mér. Það sem þið þurfið eru eftirfarandi : 1 Laukur, 4 paprikur, kartöflur, 2 dósir niðursoðnir sveppir.

Aðferð :

Skerið innan úr öllum paprikunum og steikið á pönnu. Setjið matarolíu fyrst á pönnuna og setjið síðan í skál.
Skerið niður einn lauk og steikjið hann á pönnu.
Steikið báðar dósirnar af niðursoðnu sveppunum á pönnu og blandið þessu öllu saman hristir upp í þessu.
Sjóðið kartöflur.

Setjið þetta síðan á diska og stappið kartöflurnar með. Þið getið haft einhverja sósu með. Ég hafði smá remúlaði með þegar ég bjó þetta til í kvöld. Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst þetta. Mér finnst þetta alveg snilld og er stoltur af sjálfum mér að hafa getað gert þetta. Ég hef aldrei verið snillingur í að elda.

Verði ykkur að góðu.
Emil