Vorum að enda við að prófa þessa uppskrift, fengum hana á www.foodtv.com en fyrst að þetta er ensk stöð voru mælieiningarnar amerískar.
Vafraði smá um á netinu og náði að slumpa þetta í frekar góða uppskrift, þessi fer í bókina! :D

Súkkulaði vöflur

3 1/2dl hveiti
3 matskeiðar sykur
1dl kakóduft
1 teskeið lyftiduft (baking powder)
1 teskeið salt
1/2 teskeið matarsódi

Hræra svo þurru innihaldinu saman
bæta í:

3 egg
50gr. bráðið smjör
4 dl. súrmjólk
1 teskeið vaniludropar
1 1/2 dl súkkulaði dropa

Gangi ykkur vel!