Þegar ég var lítil þá var ég svo agalega hrifin af köku sem heitir poppkaka (cheerioskaka).
Mjög þægilegt og fljótlegt líka að búa hana til, þarf ekkert að setja í pott eða í ofn eða neitt svo ég var mjög lítil þegar ég gat gert þetta sjálf.

Ég skellti mér út í búð áðan og keypti í þetta og setti inn í frysti og var að smakka…. svei mér þá ef þetta er ekki alveg jafn gott og í gamla daga ;-)
Oft breytist smekkurinn þegar maður eldist eins og loftkökurnar sem voru algert gómsæti þegar maður var lítill valda nánast ælu núna hehe.

En jæja hér kemur uppskriftin ef þið viljið prufa :-)

Poppkaka (Cheerioskaka)

250 g smjörlíki
2,5 bolli flórsykur
4 msk kakó
2 stk egg
1 msk vanilludropar
6 bollar cherrios

(1 bolli er 1,5 dl)
Lenti nebbla í vandræðum með þetta áðan, á bara dl mál hehe ;-)

Öllu nema cheeriosinu er hrært saman þangað til það verður svona dáldið eins og krem, cheeriosinu bætt út í, sett í form og hent inn í frysti… einfaldara bara gæti það ekki verið.

Kveðja
Kisustelpan.