Spænsk Paella Á morgun á hún móðir mín afmæli og ég ætla að gerast svo hugrökk að elda Paellu handa henni. Ég hef aldrei gert það áður en ég svona bjó mér til uppskrift sem ég ætla að fara eftir. Ég hef að sjálfsögðu fengið oft Paellu að borða þegar ég var á Spáni og svo hef ég skoðað einhverjar uppskriftir, en svona Paella finnst mér best:

(fyrir 4-6 manns)
Hráefni:
500 gr Hrísgrjón
2-3 kjúklingabringur
400 gr svínakjöt (hverskonar t.d. snitsel)
u.þ.b. 10 rækjur heilar (s.s. í búknum og öllu saman)
(einnig hægt að hafa skelfisk, fer eftir smekk)
1 tsk saffran þræðir
1/2 græn paprika
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
1 laukur
2-4 hvítlauksrif
2 tómatar
Paellu krydd
—-
Kjúklingurinn er skorinn í bita (u.þ.b. munnbita) og er soðinn í líter af vatni.
—-
svínakjötið er skorið í bita líka og steikt á pönnu í olífolíu og er saltað og piprað, betra að nota hvítan pipar.
—-
Kjúklingasoðinu er hellt af kjúklinginum í annan pott og í það eru saffron þræðirnir settir og hrísgrjónin og þau soðin áfram og er Paellu kryddinu bætt útí. (ef Paellu kryddið er ekki notað þá notið smá gulan matarlit til að fá grjónin gul).
—-
Paprikan er söxuð og léttsteikt á pönnu ásamt lauknum og hvítlauksrifinu, þetta er svo saltað og piprað og hrært síðan saman við grjónin. Kjúklinginum og svínakjötinu er svo einnig blandað saman við á pönnunni og svo er rækjunum og tómötunum raðað ofaná og svo er þetta allt sett í ofninn á 200° gráður og haft í 20 -30 mínútúr.
Berið framm með brauði ristuðu í ofni með kreistum tómati ofaná.

Með þessu er tilvalið að drekka sangríu en hana búiði til svona:

1 flaska rauðvín (frekar sætt rauðvín)
1/2 líter sódavatn
1 dl brandy
1 appelsína skorin í hálf sneiðar
1 sítróna skorin í hálf sneiðar
klakar

hrærið öllu saman í könnu, og bætið örlítið af sykri útí.

Verði ykkur að góðu….

LadyGay