Gramsara tertan hennar Ömmu


Hráefni:

Botnar:
4 Egg
6 dl Sykur
4 dl Hveiti
2 tsk Lyftiduft
4 dl Kókosmjöl - Ath. Má sleppa.

Ofaná:

2 Brytjuð epli
1 Bolli brytjaðar döðlur
1/2 dl Kókosmjöl - Ath. Má sleppa
100 gr Brytjað Súkkulaði
1/2 dl Sykur

Aðferð:

Egg og sykur þeytt vel, þurrefnum blandað útí, deiginu er svo skipt í 2 smurð form (kemur best út í hringlaga, grunnum formum) og búinn til smá kanntur.
Eplum, döðlum og súkkulaði blandað saman við sykur og kókosmjöl. Hrærunni er svo skipt í tvennt og sett ofaná degið.
Bakið við 175°-200° í 20-30 mín.

Berist framm með þeyttum rjóma.


Þessu stal ég úr uppskriftarbókinni hennar mömmu, þessi er ein af mínum uppáhalds :)
Endilega prufið og segið ykkar álit.
You all laugh because I'm diffrent - I laugh because you're all the same.