Sjónvarpskaka Hér er uppskrift af geðveikt góðri sjónvarpsköku !!


Byrjið á því að hita ofninn á 200°C – nota alltaf blástur


Botn :
2 egg
1 ½ dl sykur
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
¾ dl heit mjólk
1 msk brætt smjörlíki/smjör

Aðferð :

1.Egg og sykur þeytt saman þar till það verður létt og ljóst.

2.Þurrefni sigtuð útí og hrært varlega saman við með sleikju.

3.Mjólk og smjörlíki blandað varlega saman við þurrefnin með sleikju.

4.Setjið þetta í form – passar í eina u.þ.b. 24 cm hringform, passið ykkur að þetta sé álform en ekki t.d form með lausum botni því deigið er svo þunnt að það lekur niður..gerðist þegar ég gerði svona köku fyrst..úps!

Krem :
2 msk smjörlíki/smjör
2 msk púðursykur
2 msk mjólk
4 msk kókosmjöl

Aðferð :
1.Öllu blandað saman í pott og suðan látin koma upp.

Þegar þið eruð búin að gera kökudeigið og setja í form, muna eftir að smyrja formin, ég smyr alltaf með olíu,setjið þið formið inní ofninn í u.þ.b. 10 mín.

Á meðan kakan er að bakast býrðu til kremið. Síðan tekuru kökuna út og setur kremið yfir og setur kökuna aftur inní. Láttu kökuna bakast þar til kremið er orðið ljósbrúnt.

Takið svo kökuna útúr og haldiði teboð með dúkkunum ykkar eða eitthvað..vonandi smakkast þetta vel :D

En ég geri alltaf tvöfalda uppskrift en fínt að gera bara einfalda til að byrja með!

En smá auka – 1 msk smjör = 10 g smjör

Svona svo þið þurfið ekki að vera að baksa við að setja smjörið í matskeið :D

Myndin af sjónvarpskökunni er af netinu - mín er ekki svona þykk :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D