Þessar bollur eru alveg æðislega góðar og auðvelt að búa þær til.
Þrátt fyrir nafnið er hægt að sleppa saffraninu og það er ekkert verra.

Saffranbollur

150 gr. smjör eða smjörlíki
5 dl. léttmjólk
1 gr. saffran ( má sleppa)
50 gr. ger (1 bréf af þurrgeri)
1/2 dós (125 gr.) hrein jógurt
1 1/2 dl. ljóst síróp (til í brúsum frá dansuker)
1 stk. egg
1/2 tsk. salt
19-20 dl. hveiti, 1140-1200 gr.

Bræðið smjörið, í potti og bætið mjólkinni út í, hitið að 37°C.
Steytið saffranið með 1 tsk. af sykri og setjið út í vökvann.
Myljið gerið og hellið volgum vökvanum yfir, og látið það leysast upp.
Ef notað er þurrger blandið því þá saman við hveitið.
Blandið jógurti, sírópi, eggi, salti og hveiti saman við vökvann
og hnoðið saman.
Breiðið blautt stykki eða plastfilmu yfir deigið, ekki hafa alveg
loftþétt.
Látið hefast í u.þ.b. 40 mínútur.
Mótið bollur, smyrjið með sundurslegnu eggi.
Látið hefast í 30-40 mínútur.
Bakið við 225°C í 10-12 mínútu