Fersk salöt með kexi. Ég ákvað að senda ykkur hérna smá uppskriftir af ferskum salötum búnum til úr kotasælu. Ég er með sykursýki sem gýs upp á meðgöngu svo ég má lítið borða og ég notaði þetta á afmælinu mínu ásamt fleiru hollu í staðin fyrir kökur.

Salat 1.

1 lítil dós kotasæla
1 stór tómatur
1-2 vorlaukar
1-2 tsk. sweet chilli sauce
smá mjólk eða rjómi

setja kotasæluna í skál og bæta smá mjólk eða rjóma útí bara til að þynna það aðeins. Skera tómatinn niður í þunnar sneiðar og svo sneiðarnar niður í smáa bita síðan eru vorlaukarnir skornir niður, ég notaði bara græna hlutann. Blandið þessu saman við kotasæluna og bætið svo chilli sósu eftir smekk saman við. Mjög gott með kexi eins og Ritz.

Salat 2.

1 dós kotasæla
biti af gúrku eftir smekk (ca 7 cm)
ca 1 tsk karry
mjólk eða rjómi

Kotasælan sett í skál og þynnt með mjólk eða rjóma. Setjið karrýið saman við og hrærið vel saman. Britjið síðan gúrkuna smátt og setjið saman við.

Vonandi prófið þið þetta og ég vona að ykkur líki þetta vel.
Verði ykkur að góðu !
Bomba