Kjúklingabringur eru teknar og skornar undir, til þess að opna lítið gat , þar er troðið inn hæfilegt magn af piparosti.

Bringurnar eru látnar í eldfast mót , en í því er sett extra virgin olive oil með þeim kryddjurtum sem henta (mæli með salti,pipar,rómarín, timian t.d.

Bringurnar eru látnar inn í ofn og þurfa að vera í 20-25 mín í 200 gráðum (muna að forhita ofninn vel)… passa sig samt að láta þær ekki verða of þurrar.

_________________________________________________

Marinerað grænmeti:

Best er að undirbúa það daginn áður en matseldin hefst og leyfa grænmetinu vera skorið í mareneringunni.

Sveppir, rauðlaukur, gulrætur, rauð paprika og brokkolí er látið liggja í góðri bbq sósu (Hunt´s honey mustard) í einn sólarhring.

Grænmetið er steikt á pönnu í mareneringunni , en það gæti þurft að taka pönnuna af annað slagið og láta renna aðeins af grænmetinu, svo það sjóðist ekki. .. enda á það að steikjast.

_________________________________________________

Sósan:

Jafnmikið magn ( t.d einn stór peli og einn ostur) af rjóma og piparosti eru sett saman í lítinn pott og látin sjóða saman. .. passa sig að hræra vel í þessu á meðan en ekki leyfa þessu bara að bráðna í friði.

_________________________________________________

Kartöflugratín.

Hægt er að kaupa það tilbúið sem er auðveldasta leiðin.

En kartöflugratín þarf ekki að vera flókið. Mæli með að kaupa forsoðnar kartöflur , því þær taka minni tíma í það að steikjast inn í ofni, en annars er ágætt að afhýða kartöflurnar og láta þær liggja í vatni í nokkurn tíma.

Síðan er þeim skellt í smurt , eldfast form , rjómi settur yfir þær og eitthvað gott krydd… og að lokum er stráð rifnum osti yfir þær og inn í ofn …. og þær geta tekið frá 15-20 mín inn í ofni.
________________________________________________

Semsagt, piparostfylltar kjúklingapringur með piparostasósu, marineruðu steiktu grænmeti og kartöflugratíni …. með þessu er fínt að fá sér hvítlauksbrauð eða baguette…. hvort sem þið viljið.

Ég segi bara….. verði ykkur að góðu , þetta er auðvelt, rosalega gott og t.d fínn matur fyrir djammið.

Vín sem ég get mælt með þessu :

Napa Valley Fumé Blanc frá Beringer . . afskaplega ferskt vín með fersku sítrus og epla bragði . . þurrt og hentar vel með þessum rétti.