Þessa uppskrift fékk ég af síðunni cookingcute.com sem er æðisleg bento-síða sem er með uppskriftir sem ganga alveg sem kvöldmatur og þ.h. líka ;) Allaveganna, ákvað að skella þessu inn á íslensku fyrir þá sem eru ekki jafn sleipir í enskunni ;)

Kung Pao Kjúklingur

Innihald
-Marinering-
2 msk. tamari
2 msk. sake (getur notað sjerrí í staðinn)
1 tsk. kartöflumjöl
1 tsk. sesame olía
1/2 kíló kjúklingabringur, skornar í munnbita
-Sósa-
1/2 bolli kjúklingasoð
2 msk. sykur
2-1/2 msk. tamari
2 msk. sake (eða sjerrí)
1 msk. Worcestershire sauce
1-1/4 tsk. kartöflumjöl
1 tsk. sesame olía
2 msk. vorlaukur, skorin í litla bita
1/2 msk. engifer, afhýddur og saxaður smátt
2 msk. hvítlaukur, marin smátt
1 tsk. chile paste with garlic
-og-
2 msk. olía til steikingar
1 lítil dós water chestnuts (~3/4 bolli)
1 raup paprika, skorin í strimla
9 vorlaukar, grænir toppar plus 1-tommu hvíti hluti, skorið í 1/2-tommu bita
1/3 bolli ósaltaðar, dry-roasted hnetur (peanuts)

Aðferð
1. Sameinið marineringunni í skál, bætið kjúklingnum út í, hristið vel þannig að kjúklingurinn sé vel út ataður, þekjið skálina (með t.d. plastic wrap) og setjið inn í ísskáð í minnsta kosti 20 min.
2. Meðan að kjúklingurinn er að marinerast, undirbúið sósuna með því að blanda saman kjúklingasoðið, sykurinn, tamari, sake, Worcestershire sauce, kartöflumjöl og sesame olíu. Hrærið vel með písk eða gafli þangað til að sykurinn og kartöflumjölið eru uppleyst.
3. Hitið 1 msk. af olíu í wok-potti yfir meðal háum hita. Bætið við kjúklingablöndunni og stir fry þangað til að kjúklingurinn er eldaður í gegn, ca. 4 min. Fjarlægið úr pönnunni. Hitið afganginn af olíunni í sama potti. Bætið út í nipurskorna vorlaukinn, engiferinn, hvítlaukinn og chile paste-ið og stir fry í 15 sec. Bætið út í kjúklingasoðs blöndunni og eldið í mínútu eða þangað til sósan er orðin þykk, hrærið stöðugt.
4. Hendið út í eldaða kjúklingum, paprikunni, water chestnuts, vorlauknum og hnetum. Eldað þangað til það er orðið vel heitt, ca. 1-3 min.

Hægt er að setja annað eða meira grænmeti í staðinn fyrir paprikuna t.d. gulrætur, broccoli, bara eiginlega það sem ykkur dettur í hug!

Og ekki vera hrædd við langa innkaupalistann, þetta kemur rosalega fljótt saman, maður þarf samt eiginlega að vera búin að skera allt niður fyrst.
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson