Grófar klessukökur! (í hollari kantinum) Ég bakaði þessar kökur núna fyrst um jólin og varð ástfangin við fyrsta bita. Þær eru frekar stórar en ein svona klessa er fullkomið kvöldsnarl t.d. fyrir þá sem eru að passa upp á línurnar og bara hvern sem er! Ég baka allaveganna a.m.k einn skammt á mánuði. Þessi uppskrift er fyrir 15 kökur.

Jæja, það sem þarf er:
200 g. smjörvi
140 g. hnetusmjör
160 g. hrásykur
50 g. Kellogg's All-Bran
2 egg í stærri kantinum (eða 3 lítil)
1 tsk. vanilla
200 g. rúsínur eða döðlur
200 g. haframjöl
120 g. spelthveiti/heilhveiti
1 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt

Þið byrjið á því að hita ofninn í 180˚C, síðan bræðið þið saman smjörið, hnetusmjörið og hrásykurinn við vægan hita í ágætlega stórum potti. Svo takið þið pottinn af hitanum og dembið all-braninu út í og látið bíða í smá stund. Hrærið eggjum og vanillu saman með sleif og bætið svo rúsínunum, haframjölinu og öllum öðrum þurrefnum út í stóra skál og mixið.
Þegar þetta er allt komið heim og saman þá skuluð þið búa til hæfilega stórar kökur úr deiginu, setja á smjörpappírsklædda bökunarplötu og baka í u.þ.b 15 mín. (gætu kannski tekið smá lengur ef þið gerið þær extra-stórar) Þegar þær eru tilbúnar myndi ég láta þær standa og kólna í ágætan tíma, svo þær molni ekki í sundur :D

Enjoy!!
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.