Þetta er tilrauna uppskrift sem ég bjó til fyrir stuttu en bragðast mjög vel.

Hráefni:
x4 kjúklingabringur
x1 pakki af Santa maria burrito spice mix
x1 lítil dós af maís baunum
x1 dolla af salsa sósu
x1 Pakki af tortillas
x1 Rauðlaukur
ostur og grænmeti eftir smekk.

Sneiðið bringurnar niður í litla bita (gott er að skera þær í ræmur og skera ræmurnar síðan niður)og steikið á pönnu.
Santa maria burrito spice mixinu er síðan hellt yfir ásamt 1dl af vatni og þetta látið malla saman meðan þú skerð laukinn niður í litla bita.
Lauknum og maís baununum er dreift yfir bringurnar og þetta látið blandast vel saman í svona 5-8 mínútur (eða eftir þörfum) við vægan hita.
Hitið tortellurnar í örbylgjuofni og dreifið smá salsa sósu yfir þær. Því næst má setja kjúklinginn ásamt öllu hinu á pönnunni í smá skömmtum á hverja tortellu og osti og grænmeti dreift yfir eftir smekk.

Þegar rauðlaukur er eldaður þá fær hann sætt bragð sem blandast við sterku sósurnar og þetta verður yndislegt.
<Blank>