Hráefni:
200 gr rifinn gouda-ostur
200 gr smjör
200 gr hveiti

paprikukrydd
egg

Aðferð: Hnoðið allt hráefnið saman í hrærivél, stráið paprikukryddi yfir deigið og kælið í ískápnum,takið síðan lítinn hluta af deiginu í einu út úr ískápnum og rúllið því upp í lengjur(fingurþykkar) skerið síðan i ca 5-6 cm bita og raðið þeim á bökunarplötu klædda bökunarpappír og penslið að lokum með hrærðu eggi.
Bakið við 200°C í 10 mínútur

Ath: Ostastangirnar tvöfaldast að stærð í bakstrinum