Byrjið á því að sjóða pasta (kunna það allir ætla ekki að koma með leiðbeiningar með því)
Steikið humarinn á pönnu með smjöri eða bragðlausri olíu, ekki mikið lengur en í 2-3 mín.
Takið hann svo af pönnunni og geyma hann í skál þar til seinna.. (Nota bene, humarinn á ekki að vera í skelinni..)

Svo takið þið smátt skorið grænmeti, t.d. sellerý, púrrulauk og lauk (það er það sem ég nota yfirleitt) og steikið á pönnunni í safanum af humrinum.
Næst setjið þið matreiðslurjóma á pönnuna og látið það malla aðeins.
Svo er hvítvíni bætt útá. (Ég veit að það er engin mælieining á matreiðslurjómanum og hvítvíninu, þið verðið bara að sjá hvað þarf mikið, það er líka augljóst að það þarf ekki mikið af hvítvíninu.)
Hvítvínið er svo látið sjóða niður og sósan er söltuð og pipruð eftir smekk.

Að lokum er humarinn settur út í og sósan látin malla þannig að humarinn hitni aftur. Svo er pastað sigtað og sett aftur í pottinn og humarsósunni hellt útá. Þetta er látið malla í 1-4 mín. við vægan hita.

Þessi réttur er rosalega góður með hvítlauksbrauði :)

Verði ykkur að góðu ..
.the best things in life are unseen - thats why we close our eyes while we kiss, wish, and dream.