Pizza Ég ætla að skrifa grein um Pizzu eða á íslensku flatböku.




Ævaforn hefð er fyrir bakstri flatbrauðs í löndunum í kringum Miðjarðarhafið. Þess konar brauð var kynnt fyrir íbúum á suðurhluta Ítalíu af fyrstu grísku nýlenduherrunum. Jafnvel er talið að brauðið eigi rætur að rekja til Persíu.

Í bókmenntaheiminum er fyrst minnst á pizzu í þriðju bók Eneasarkviðu Virgils. Í fyrstu sögu Rómar, sem Marcus Porcius Cato ritaði, er talað um flata deigskífu með ólífuolíu, jurtum og hunangi, sem bökuð var á steinum. Frekari vísbendingar má finna í rústum Pompei frá árinu 79 eftir Krist, en þar fundu fornleifafræðingar n.k. verslanir sem líkjast nútíma pizzustöðum.

Tómaturinn var lengi vel talinn eitraður, eftir að hann barst til Evrópu á 16. öld. En í lok 18. aldar voru jafnvel hinir fátækustu í nágrenni Napólí farnir að nota þá ofan á flata gerbrauðið sitt, og rétturinn varð sífellt vinsælli. Pizzan varð aðdráttarafl á ferðamenn og þeir hættu sér í auknum mæli inn í fátækrahverfi Napólí til að prófa þennan sérrétt heimamanna.

Fyrsti pizzastaðurinn hóf starfsemi sína árið 1830 á Via Port'Alba 18 í Napólí og er starfræktur enn í dag. Pizza var enn talin „fátækra manna matur“ árið 1889 þegar Rafaele Esposito, frægasti pizzugerðarmaður Napólí var kallaður fyrir Umberto I konung og Margheritu drottningu til að útbúa þennan rétt. Sagt er að hann hafi útbúið tvær hefðbundnar pizzur og svo eina sem var skreytt í fánalitum Ítalíu, með rauðri tómatsósu, hvítum mozzarella osti og grænum basiliku blöðum. Stóra leyndarmálið í pizzugerð er sú staðreynd að ekki notaður hreinn mozzarella ostur, heldur blanda af hvítum cheddar og mozzarella. Drottningin var hæstánægð og „pizza Margherita“ var fædd.

Gennaro Lombardi, ítalskur innflytjandi í Bandaríkjunum, opnaði matvörubúð í Litlu Ítalíu í New York árið 1897. Starfsmaður hans, Antonio Totonno Pero, hóf að útbúa pizzur til sölu í búðinni. Pizzan náði svo miklum vinsældum að Lombardi opnaði fyrsta pizzastaðinn í Bandaríkjunum árið 1905. Staðinn nefndi hann einfaldlega Lombardi's. Totonno yfirgaf Lombardi árið 1924 og opnaði sinn eigin stað á Coney Island, og nefndi hann Totonno's. Á þessum tíma var pizzuneysla í Bandaríkjunum mestmegnis bundin við ítalska innflytjendur og afkomendur þeirra.

Pizzan náði fyrst alþjóðlegum vinsældum á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.

Takk fyrir mig.