Jæja börnin mín! Senn líður að jólum og gleðin tekur völdin. Allir fá þá eitthvað fallegt og þar fram eftir götunum. Maturinn spilar lykilhlutverk í jólatíðinni og flestir troða sig fulla af allskyns kræsingum í hverju jólaboðinu á fætur öðru. Það úir og grúir af matartegundum og sinn er hver siðurinn hjá fjölskyldum landans. Flestir eiga það þó sameiginlegt að borða máltíðir sem innihalda kjöt af hverskyns sortum. Um jólin tíðkast það líka hjá miklum minnihluta landsmanna sem fer þó ört vaxandi að hafna þessari kjötorgíu sem jólin virðast oft vera í augum þeirra sem ekki vilja borða vini sína. En vandamálið er bara hvernig er hægt að rífa upp jólaandann án þess að drepa? Sjálfur ætla ég að leysa vandamálið pent og sérpanta jólamat frá einum af grænmetisstöðum borgarinnar; “Á næstu grösum” á aðfangadag. Og á áramótunum ætla ég að hafa dýrindis hnetusteik. Þetta finnst mér ágætis lausn, vandamálið er hinsvegar það að þarna inná milli eru margar máltiðir sem ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég skal gera. Mig vantar sem sagt uppskriftir gott fólk. Ef þið nennið þá er hjálpfýsi ykkar vel þegin og jafnvel endurgoldin :)