Þetta er rosa góður réttur sem að systir mín kenndi mér að gera… Mér finst hann svo góður að ég ákvað að deila uppskriftinni hérna með ykkur :)

Hráefni:
* Kjúklingahakk
* Nýrnabaunir
* Gular baunir
* Salsa sósa
* Rifinn ostur
* Tortilla pönnukökur

Þú steikir hakkið á pönnu og þegar að það er tilbúið þá bætiru við mikið af nýrnabaunum og slatta af gulum baunum.
Svo bæturu við Salsa sósunni (frekar mikið þannig að þú finnur bragðið) og hitar það saman.

Þegar að það er tilbúið tekuru eldfast mót og fillir botnin með Tortilla pönnukökum, lætur síðan hakkgumsið yfir og rifinn ost yfir það, Lætur pönnukökur yfir það og svo framvegis…bara eins og þú gerir lasagnia.

það á að vera hakkgums efst og Fullt af rifnum osti ofaná.

Steikjið í ofni við 225 gráður í ca hálftíma (fylgjast með) þú serð þegar að þetta er tilbúið.

Þetta er rosalega gott þó að þetta hljómar ekkert serstaklega :)

verði ykkur að góðu :)
kv.
ADrian 07
www.blog.central.is/jeg-get átakið mitt