'Eg ætla að gefa ykkur uppskriftir af því meðlæti sem ég er vön að hafa með reyktu kjöti,t.d hamborgarhrygg,bayonneskinku oþh.

Bakað kartöflumauk:(ROSAlega gott!!!!)

5-6 stórar bökunarkartöflur
2 litlar öskjur rjómaostur(200 gr.)
1 laukur,fínt saxaður
3-4 egg
3 msk hveiti(má sleppa)
1 tsk salt
1 tsk sykur
1/4 tsk hvítur pipar
2 msk smjör
Sjóðið kartöflurnar,afhýðið þær og maukið.Blandið rjómaostinum saman við ásamt lauknum og hrærið vel. Bætið eggjunum í einu og einu í senn,ásamt hveitinu,saltinu,sykrinum og piparnum.Hrærið vel saman og setjið í vel smurt eldfast form.Geymið formið í kæli fram að bakstri(geymist vel yfir nótt).Setjið smjörið yfir í smá klípum og breiðið álpappír yfir.Bakið við 180 gráður í 20 mín og takið svo álpappírinn af og bakið áfram í 20 mín eða þar til myndast hefur ljósbrún skorpa. Berið fram heitt.

'Avaxtasalat

1 ds. sýrður rjómi
2 græn epli
1 ds. ananas í bitum

skerið eplin niður í bita,og ananasinn smærra(ef vill) blandið saman og hrærið sýrða rjómanum saman við.

Svo er alltaf gott að hafa rauðvínssósu með.
Kveðja