Rækjunúðlur, (10 mínútur)
það sem þú þarft er

1pk instant núðlur (hellst með rækjubragði~kostar 18 kr í bónus)

1 egg

Rækjur (magn eftir smekk)

Beikon (magn eftir smekk)

Þú byrjar á því að fá þér pott og setur núðlurnar í og bætir vatni við. Vatnið á að ná jafn hátt upp í pottinum og núðlurnar. Þú sýður núðlurnar þangað til þær eru orðnar mátulega soðnar, ekki of stökkar og ekki of “mushy”. Á meðan núðlurnar eru að sjóða tekuru pönnu og setur á smá olíu, því næst seturu bæði rækjurnar og beikonið (magn eftir smekk) á pönnuna og leyfir því að stikna. Passaðu þig að úr rækjunum kemur mikið vatn svo það er gott að moka því af annað slagip með skeið svo að það sem á pönnunni er stikni frekar heldur en sjóði. (halla pönnunni til að ná því)

nú ættu núðlurnar að vera soðnar og góssið á pönnunni að vera orðið pastlega steikt. Þá tekuru rækjurnar og beikonið til hliðar á disk (eða til hliðar á pönnuni ef hún er stór), hellir öllu vatninu af núðlunum (getur notað sigti) þurkar pönnuna með smá pappír og setur olíu á, því næst helliru núlunum á pönnuna og setur eggið ovaná hauginn og hærir því saman við núlurnar meðan þær eru að steikjast (þessi partur er mjög ógyrnilegur en þetta bragðast super) þegar eggið er orðið steikt saman við núðlurnar tekuru kryddpokann sem filgdi með núðlunum og hellir yfir núðlurnar og eggið, hrærir því saman (gætir þurft að nota örlítið vatn til að kryddið dreifist). Því næst skelliru rækjunum og beikoninu á pönnuna og hrærir öllu þessu vel og vandlega saman. færið á disk/skál og borðið heitt. Gott er nota smá súrsæta sósu eða eitthvað sem er til í ískápnum með.

Wolla, þú ert kominn með ágætis austræna máltíð fyrir á 10-15 mínútum sem kostar alls ekki mikið.

hráefnið sem ég nefndi er ekki heilagt og set ég oft ýmislegt annað samanvið ss, grænmeti, hrísgrjón, öðruvísi kriddun og nota aðrar núðlur. Endilega prófið ykkur áfram ;)

Þessi uppskrift dugar fyrir 1 til að gera fyrir fleiri einstaklinga margfaldið bara uppskriptina ;)

takk fyrir mig.