Hérna er rosa gott brauð sem fékk uppskrift af fyrir ekki mjög löngu. Ég er ekki vön að baka brauð en þetta er ofsalega einfalt og mjög gott.

Eplamúsar, rúsínu og hnetubrauð

1 1/4 bollar eplamús
3/4 bolli sykur
3 mask matarolía
2 egg (hrærð saman)
2 bollar hveiti
1 mask lyftiduft
1/2 tsk matarsóti
1 tsk salt
3/4 tsk kanill
1/4 tsk negull
1 bolli rúsínur
1 bolli muldar peacan hnetur (eða aðrar)

Blandið saman eplamús,olíu og eggjum í skál. Hrærið við miðlungshraða í eina mín. Setjið blönduna til hliðar. Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóta, salti og kryddi. Setjið saman við eplablönduna. Hrærið þar til deigið er mjúkt og setjið svo rúsínurnar og hneturnar saman við. Smyrjið form að innan (ég nota stærri gerðina af formkökuformum)og setjið deigið í og bakið í ca. 180°C heitum ofni í 40-50 mín eða þangað til ekkert festist við prjón sem stundið er í brauðið. Takið brauðið út og kælið í 10 mín. Takið það síðan úr forminu og kælið alveg.

Vonandi prófið þið þessa uppskrift hún er vel þess virði.

Kveðja
Bomba