Jæja kominn tími á aðra gagnrýni hérna inn.

Síðustu gagnrýni minni http://www.hugi.is/matargerd/articles.php?page=view&contentId=4104457
var vel tekið þannig að ég held að það sé kominn tími á nýja og reynum kannski að hafa hana aðeins
jákvæðari en þá síðustu.


Askurinn (http://www.askur.is/) er staður sem ég fer oft á, maturinn hefur aldrei klikkað og þjónustan er almennt
þannig að manni finnst eins og maður sé eini gesturinn á staðnum, fljót og þægileg.

Askurinn er svona staður sem er gott að fara á hvort sem það er fyrsta stefnumótið og þig
langar að sýna þig aðeins og bjóða stelpunni í flottan mat á viðráðanlegu verði, eða bara til
fara með fjölskylduna á til að breyta aðeins til.

Staðurinn sjálfur er mjög hlýlegur svoldið opinn reyndar, hvort sem maður er í bás eða á borði
þá er maður svoldið ofaní næsta manni, en samt ekkert óþæginlega mikið, alveg hægt að tala saman
án þess að hafa áhyggjur að því að maðurinn á næsta borði sé að hlusta.

Með aðalréttum fylgir súpa og salatbar, ásamt nýbökuðu brauði með súpunni, alger snilld.
Ég hef smakkað mikið magn réttanna þeirra, enda verið að fara þarna reglulega og hef ég ekki
enn lent á neinu þarna sem mér hefur ekki þótt gott, úrvalið af mat þarna er mikið, getur
fengið þér allt frá hamborgara til flottustu steikar og allt þar á milli, s.s. fisk, fajitas
kótilettur osfrv.

Annað sem mér finnst alveg frábært þarna er hlutur sem ég hef hvergi séð annars staðar,
en það eru bjöllurnar á borðinu, litlar bjöllur á öllum borðum sem þú getur hringt og þá
kemur hljóð/ljós eða eitthvað þannig hjá þjónunum og þeir koma fljótlega til þin og athuga
hvað þig vantar, þannig að þú þarft ekki að eyða tíma í að leita að þjón og kalla hann til
þín ef þig vantar eitthvað.

Alltí allt er ég semsagt mjög ánægður með staðinn og myndi
gefa honum 4****/5***** þar sem ég er aðallega ósáttur við hversu nálægt borðin eru hvert öðru,
og svo er þetta staður sem er slæmt að megi ekki reykja á þar sem þeir voru með koníaksstofu
alla vega (ekki viss hvort sé þar ennþá) en þar er nú nauðsynlegt að fá að púa vindil :D
Mín skoðun er ALLTAF sú rétta